Sigríður Espólín Jakobsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 26. febrúar, 1866.
Maki: 30. janúar, 1886 Gunnlaugur Vigfússon fæddist 10. júní, 1860 í S. Múlasýslu. George Peterson vestra.
Börn: 1. Halldóra Guðbjörg f. í Garðarbyggð 1886 2. Jakob Pétur f. 1888 3. Kristín Ingiríður f. 3. janúar, 1890, d. 1.mars, 1890 4. Kristín Ingibjörg f. 8. janúar, 1892 5. Jón Vilhjálmur f. 18. janúar, 1894 6. Mable Elín f. 15. maí, 1896 7. Rósa Sigurlaug f. 20. febrúar, 1898 8. Carolina Rannveig f. í Pembina 9. október, 1900 9. Theodore Einar 19. ágúst, 1902 10. Esther Octavia f. 13. júlí, 1904, d. 15. júní, 1905 11. Haraldur Octavius f. 5. apríl, 1906 12. Oddný Anny Sigríður f. 15. júlí, 1907 13. Erlingur Raymond f. 22. nóvember, 1909.
Sigríður flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og var í Kinmount fyrsta veturinn. Flutti með foreldrum sínum til Nýja Íslands árið 1875 og til N. Dakota árið 1881. Foreldrar hennar voru Jakob Espólín og Rannveig Skúladóttir. Gunnlaugur flutti vestur um haf árið 1876 með móður sinni, Halldóru Jónsdóttur og yngri bróður sínum Pétri. Þau fór til Duluth í Minnesota og þaðan til Minneota. Flutti í Garðarbyggð í N. Dakota árið 1886 og þaðan til Pembina árið 1899.
