Sigríður Jónsdóttir

ID: 6586
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Dæturnar Jóhanna og Lára í Ósland. Mynd MoO

Sigríður Jónsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1883.

Maki: 1911 Þorleifur Jónasson f. í Skagafjarðarsýslu árið 1870. Leifi (Leivy) í Ósland.

Börn: 1. Ingibjörg (Imba) 2. Jóhanna 3. Lára.

Þorleifur flutti vestur til Manitoba árið 1883 með foreldrum sínum, Jónasi Jóhannessyni og Ingibjörgu Jóhannesdóttur og systkinum. Þau settust að í Víðirnesbyggð þar sem hét Grenimörk. Sigríður fór vestur til Winnipeg árið 1902. Þau bjuggu fyrst í Winnipeg en fóru þaðan vestur til Prince Rupert árið 1914 og stuttu seinna í Ósland.