Sigríður Magnúsdóttir

ID: 19746
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla

Sigríður Magnúsdóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu árið 1864.

Maki: Í Calgary Kristján Jóhannsson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1861.

Börn: 1. Halldóra Sigríður f. 1887 2. Ármann f. í Kanada árið 1898, upplýsingar um hin börn þeirra vantar, Kristján átti son, Hrómund f. 1885 með Guðrúnu Guðmundsdóttur úr N. Þingeyjarsýslu.

Sigríður var dóttir Magnúsar Sigurðssonar og Ingunnar Magnúsdóttur í Skorradal. Kristján flutti vestur frá Vopnafirði til Kanada árið 1888 með Halldóru ársgamla. Óljóst hvort Sigríður hafi farið þá vestur eða seinna. Hrómundur flutti vestur árið 1890. Samferða Kristjáni voru Gunnar, Sigtryggur og Siggeir bræður hans. Allir settust að í Alberta nýlendunni.