Sigríður O Tímóteusdóttir

ID: 17213
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910

Sigríður Oddný Tímóteusdóttir fæddist 31, janúar, 1910 í Vatnabyggð.

Maki: 27. júlí, 1935 John Victor Samsonarson f. í Winnipeg 26. maí, 1909. Samson vestra.

Börn: 1. Jón Timothy f. 14. júlí, 1939 2. Margrét Elisabeth f. 5. ágúst, 1944 3. Jeffrey Victor f. 22. september, 1950.

Sigríður var dóttir Tímóteusar Guðmundssonar og Þorbjargar Hallgrímsdóttur landnema nærri Elfros í Vatnabyggð. Hún flutti til Winnipeg um 1930 þar sem hún vann í verslun uns hún giftistJohn lærði prentiðn hjá Ólafi S. Thorgeirson, ritstjóra og útgefanda Almanaksins í Winnipeg. Var svo ráðinn til Viking Press Ltd. í Winnipeg um 1930.  Hann keypti prentsmiðjuna með E. T. Guðmundsson og fékk hún þá nafnið Viking Printers. Þeir önnuðust prentun Heimskringlu þangað til blaðið var sameinað Lögbergi.