Sigríður Pálmadóttir

ID: 6235
Fæðingarár : 1891
Dánarár : 1957

Sigríður Pálmadóttir fæddist í Húnavatnssýslu 24. december, 1891.  Dáin í Winnipeg 5. september, 1957. Johnson vestra.

Maki: 12. október, 1916 í Winnipeg Magnús Egilsson f. 14. júlí, 1894, d. í Bresku Kólumbíu árið 1962. Magnus E Johnson vestra.

Börn: 1. Magnea Ragnhildur f. 2. desember, 1917 í Winnipeg 2. Lára Pálína Guðrún f. í Árnesi í Nýja Íslandi 29. október, 1919 3. Pálmi Egill f. í Árnesi 8. júlí, 1921 4. Ósk Eleanor f. í Riverton 30. nóvember, 1924 5. Hjálmar Wilfred f. í Riverton 18. október, 1931.

Sigríður  var dóttir Pálma Lárussonar og Guðrúnar Steinsdóttur er vestur fluttu árið 1893 og bjuggu lengst á Gimli. Foreldrar Magnúsar voru Egill Jónsson og Ragnhildur Magnúsdóttir frá Flekkuvík í Húnavatnssýslu. Sigríður og Magnús bjuggu fyrst í Winnipeg þar sem Magnús vann hjá Bardal útfararþjónustunni. Þau fluttu þaðan í Árnes í Nýja Íslandi til að aðstoða foreldra Magnúsar við búskapinn. Fluttu þaðan til Riverton og bjuggu þar til ársins 1942 er þau sneru aftur til Winnipeg.