ID: 8404
Fæðingarár : 1871
Dánarár : 1950
Sigríður Pálsdóttir fæddist 26. janúar, 1871 í Skagafjarðarsýslu. Dáin á Gimli 24. janúar, 1950.
Maki: 1888 Hans Pétur Tærgesen f. í Eyjafjarðarsýslu 16. febrúar, 1863, d. á Gimli 18. nóvember, 1954. Tærgesen breytt í Tergesen vestra
Börn: 1. Anna 2. Sigurður Pétur 3. Inga 4. Sven Johan 5. Hans Robert 6. Alma. Þau ættleiddu stúlkubarn, Ingu.
Hans fór til Kanada árið 1887 með móður sinni, Ingibjörgu Guðjónsdóttur. Sigríður var í sama hópi vesturfara og giftist Hans vestra ári síðar. Þau settust fyrst að í Calder sýslu í Saskatchewan. Árið 1893 fluttu þau til Winnipeg og til Gimli á nýársdag 1899. Þar varð Hans Pétur kaupmaður og mjög virkur í Samfélagsmálum. Hann var bæjarstjóri á Gimli í þrjú kjörtímabil.