Sigríður Runólfsdóttir

ID: 14395
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Sigríður Runólfsdóttir fæddist 15. maí, 1864 í S. Múlasýslu.

Maki: Jón Sigurjón Arngrímsson f. 15. mars, 1867 í N. Múlasýslu. J.S. Anderson vestra.

Börn: 1. Margrét f. 26.febrúar, 1892 í Duluth 2. William Erwin f. 6. maí, 1894, d. 1897

Sigurjón fór vestur til Minnesota árið 1879 þar sem hann bjó fram yfir aldamótin. Hann vann við verslun bróður síns í Minneota, gerðist fasteignasali. Flutti vestur á Kyrrahafsströnd á fyrsta áratug 20. aldar og settist að í Seattle. Seinna fluttu þau svo norður til Vancouver.