
Sigrún Sigvaldadóttir og Jón Sigurðsson Mynd SBM
Sigrún Sumarrós Sigvaldadóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu 20. júlí, 1892. Dáinn á Betel í Selkirk 20. janúar, 1977.
Maki: 1) 1921 Jón Sigurðsson f. 1. september, 1870 í S. Múlasýslu, d. 17. maí, 1935 2) 17. júní, 1950 Friðrik Eyfjörð Guðmundsson Nordal f. 19. maí, 1889 í Eyjafjarðarsýslu.
Börn: Með Jóni 1. Bergþóra f. 1916 2. Baldvin Sigurður 3. Jón 4. Sigurður 5. Guðfinna Oddný 6. Guðrún 7. Torfi 8. Björn 9. Marínó 10. Helga 11. Albert Franklin.
Sigrún fór einsömul vestur til Bresku Kólumbíu árið 1910 og dvaldi ár í Wardner. Flutti þaðan til Winnipeg og var eitthvað í Winnipegosis áður en hún gerðist bústýra hjá Jóni Sigurðssyni í Víðirbyggð. Hún bjó þar í byggð til ársins 1941, flutti þá til Selkirk þar sem hún seinna kynntist Friðrik. Með honum flutti hún til Saskatchewan þar sem þau bjuggu fáein ár. Sneru til baka til Selkirk.
