ID: 18916
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1883
Dánarár : 1945
Sigþór Sigtryggur Vigfússon fæddist í Minnesota 18. apríl, 1883. Dáinn í Minneota 19. apríl, 1945. Ole Sigthor Sigtryggur Anderson (O.S.Anderson) vestra.
Maki: Guðrún Sigurborg Albertsdóttir f. 13. september, 1887 í Minnesota, d. 25. júlí, 1971.
Börn: 1. Elizabeth Sigríður f. 19. janúar, 1919 2. William Ole f. 23. júní, 1921 3. Douglas Albert f. 31. ágúst, 1929.
Sigþór ólst upp hjá foreldrum sínum, Vigfúsi Andréssyni og Sigríði Jóhannesdóttur í íslensku byggðinni í Minnesota. Hann bjó í Minneota og vann við kornhlöðurnar þar. Guðrún var dóttir Alberts Júlíusar Jónssonar og konu hans, Þórunnar Ágústu Grímsdóttur.
