Sigþrúður G Guðbrandsdóttir

ID: 18327
Fæðingarár : 1858
Dánarár : 1943

Sigþrúður Guðríður Guðbrandsdóttir Mynd SÍND

Sigþrúður Guðríður Guðbrandsdóttir fæddist 16. október, 1858 í Gullbringusýslu. Dáin í Winnipeg 14. júlí, 1943.

Maki: 1876 Ólafur Guðmundsson fædd í Eyjafjarðarsýslu 17. febrúar, 1850. Johnson vestra.

Börn: 1. Guðmundur 2. Guðbrandur 3. Óli Frímann 4. Kjartan 5. Ingibjörg 6. Guðrún 7. Sigurlína 8. Kamilla Kristín 9. Ásta Narfína.

Ólafur fór vestur með Páli Þorlákssyni til Wisconsin í Bandaríkjunum árið 1872. Hvarf heim aftur til Íslands ári seinna er hann frétti lát föður síns. Fór aftur vestur um haf nýkvæntur árið 1876 og nú til Nýja Íslands. Þaðan lá leiðin 1878 á land sunnan við Tunguá í N. Dakota þar sem þau bjuggu til ársins 1886 en þá fluttu þau í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Árið 1898 fóru þau þaðan til Glenboro í Manitoba og bjuggu þar um hríð en 1904 fluttu þau á Big Point. Árið 1940 voru þau í Winnipeg.