Sigtryggur H Briem

ID: 19904
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1892
Fæðingarstaður : Manitoba
Dánarár : 1977

Sigtryggur Hafsteinn Briem Mynd VÍÆ IV

Ingibjörg Guðjónsdóttir Mynd VÍÆ IV

Sigtryggur Hafsteinn Briem fæddist 29. nóvember, 1892 í Belmont, Manitoba. Dáinn í Riverton 15. nóvember, 1977. Oftast kallaður Tryggvi vestra.

Maki: Ingibjörg (Emma) Guðjónsdóttir f. 9. september, 1892 í Manitoba.

Börn: 1. Margrét Aurora f. 20. nóvember, 1917 2. Valdimar Hafsteinn Bernhard f. 9. október, 1920 3. Lorna Björg f. 27. október, 1921 4. Jóhann Herbert f. 15. janúar, 1927 5. Elmer Guðjón f. 8. janúar, 1931.

Sigtryggur var sonur Jóhanns Briem og Guðrúnar Pálsdóttur, landnema í Fljótsbyggð. Foreldrar Ingibjargar voru Guðjón Ingimundarson úr Vestmannaeyjum og Ingibjörg E Bernharðsdóttir. Þau fluttu vestur til Manitoba árið 1890. Sigtryggur og Ingibjörg bjuggu lengst í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Sigtryggur var bóndi og seinna vegagerðarmaður.