Sigurást Daðadóttir

ID: 19594
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1949

Sigurást Daðadóttir fæddist 10. ágúst, 1863 í Dalasýslu. Dáin 27. apríl, 1949 í Innisfail í Alberta.

Maki: 1) Þórhallur Jónsson f. 12. september, 1851, d. 23. desember, 1896 2) 19. apríl, 1906 Jóhann Björnsson fæddist 31. júlí, 1856 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Alberta 3. maí, 1942

Börn: Með Þórhalli 1. Sigríður Rósbjörg 2. Laufey Þuríður f. 9. júlí, 1895 3. Þórhallur 20. júní, 1897.

Sigurást flutti vestur til N. Dakota, ekkja með börn sín þrjú. Þaðan lá leið hennar vestur til Alberta árið 1905. Jóhann fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 en flutti í Eyfordbyggð í N. Dakota árið 1884. Þaðan fór hann vestur í Markervillebyggð í Alberta árið 1888.