Sigurbjartur S Guðmundsson

ID: 18580
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1898
Dánarár : 1986

Sigurbjartur Stefánsson fæddist í Garðar í N. Dakota 22. mars, 1898. Dáinn 31. desember, 1986. Siggi vestra.

Maki: 1918 Valgerður Pállaug Eyjólfsdóttir f. 16. apríl, 1898 á Eyjólfsstöðum í Nýja Íslandi.

Börn: 1. Ingvar f. 14. mars, 1918 2.  Sveinn (Sveini vestra) f. 10. maí, 1920 3. Þórey (Thorey) Guðrún f. 7, desember, 1928.

Sigurbjartur var 3 ára gamall þegar foreldrar hans, Pétur Stefán Guðmundsson og Guðrún Jóhanna Benjamínsdóttir fluttu norður í Árdalsbyggð í Nýja Íslandi. Hann gekk í skóla í Árborg og byrjaði ungur að vinna fyrir sér. Fyrst við skógarhögg en seinna við flutninga á frosnum fiski af ísilögðu Winnipegvatni á markað í Nýja Íslandi.  Valgerður (Valla) ólst upp í Geysisbyggð og gekk þar í skóla. Ung fór hún að heiman með systur sinni, Dóru, til að vinna fyrir sér. Þegar hún giftist Sigga hófu þau búskap á heimili foreldra hans.