ID: 19010
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897
Fæðingarstaður : Mountain

Sigurbjörg Helgadóttir
Sigurbjörg Helgadóttir fæddist í Mountain í N. Dakota 13. nóvember, 1897. Dáin 8. maí, 1985. Sigurbjörg H Stefansson vestra.
Ókvænt og barnlaus
Sigurbjörg var dóttir Helga Stefánssonar og Þuríðar Jónsdóttur úr S. Þingeyjarsýslu. Hún ólst upp á Mountain í N. Dakota og í Vatnabyggð í Saskatchewan. Hún flutti til Winnipeg og stundaði nám þar í Wesley Vollege á árunum 1916 – 1920. Lauk B.A. prófi frá Manitobaháskóla árið 1920 og kennaraprófi árið 1925. Hún hóf kennslustörf ung, kenndi í Carrick í Manitoba sumarið 1919, var miðskólakennari í Lundar 1921-1923 og á Gimli frá 1923.
