Sigurbjörn Kristjánsson

ID: 3916
Fæðingarár : 1869
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1958

Sigurbjörn og Sigurbjörg Mynd WtW

Sigurbjörn Kristjánsson fæddist í Dalasýslu 28. maí, 1869. Dáinn í Lundarbyggð 22. desember, 1958.

Maki: 1899 Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir f. 1880.

Börn: 1. Valdimar Sigurjón f. 1900, d. 1972 2. Guðný Margrét f. 1901 3. Edwin Norman f. 1905 4. Pálína Dagbjört f. 1908 5. Marinó f. 1912, dó sama ár 6. Sveinbjörg Anna f. 1915, d. 1977 7. Óskar Franklín f. 1918.

Sigurbjörn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með foreldrum sínum og systkinum. Hann vann við sölumennsku í Winnipeg nokkur ár en flutti svo í Lundarbyggð og nam þar land í Marklandi árið 1901. Árið 1920 seldu þau jörðina og fluttu á annað land rétt suður af Lundar.