ID: 14906
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1945
Sigurður Antoníusson: Fæddur í Kelduskógum á Berufjarðarströnd í S. Múlasýslu árið 1850. Dáinn 1945.
Maki: 1884 Anna Vilhelmína Vilhjálmsdóttir f. 1865 í Húnavatnssýslu.
Börn: 1. Guðný Elísabet 2. Stígur 3. Svanhvít 4. Valdís 5. Myrtle Anna
Sigurður fór einsamall vestur árið 1876 og var fyrsta árið í Nýja Íslandi. Fór ári seinna til Winnipeg og fékk vinnu hjá bónda vestan við borgina í tvö ár. Vann síðan algenga daglauna vinnu í Winnipeg en tók svo land í Argylebyggð árið 1882. Dvaldi þar á veturna en vann í Winnipeg á sumrin þar til hann gekk í hjónaband. Brá búi 1914. Vann það afrek að fara til Íslands árið 1830. Anna Vilhelmína var dóttir Valdísar Guðmundsdóttur, eiginkonu Símonar Símonarsonar og móður Dr. Valtýs Guðmundssonar.
