ID: 11792
Fæðingarár : 1883
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1956

Aftari röð: Guðjón, Lawrence, Sigurður og Sveinn. Fyrir framan Sigurveig og Vernita. Mynd RbQ
Sigurður Guðjónsson fæddist í N. Múlasýslu 15. júlí, 1883. Dáinn í Saskatchewan 1. maí, 1956. Vopni vestra.
Maki: Sigurveig Björnsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1886, d. 10. nóvember, 1960.
Börn: 1. Björn Laurence 2. Guðjón 3. Guðríður Elenóra 4. Sveinn
Sigurður fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum árið 1889. Hann ólst upp hjá þeim í Argylebyggð og flutti með þeim til Tantallon árið 1900. Þau námu land í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þar keypti Sigurður land í Kandahar/Dafoe byggð. Sigurveig fór vestur með sínum foreldrum, Birni Erlendssyni og Guðrúnu Jónsdóttur, nokkurra mánaða gömul árið 1887.
