ID: 6290
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1914
Sigurður Guðlaugsson fæddist 27. júní, 1830 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Nýja Íslandi árið 1914.
Maki: María Sigurlaug Jónsdóttir f. 1845 í Húnavatnssýslu. Dáin úr bólusótt í Nýja Íslandi.
Börn: 1. Ólafur f. 1870, dó ungur 2. Pálmi f. 1872 3. Sveinn f. 1873. Þeir tveir síðastnefndir dóu í bólusóttinni í Nýja Íslandi 1876-1877.
Þau fluttu til Ontario í Kanada árið 1874 og bjuggu fyrsta veturinn í Kinmount. Fóru þaðan til Nýja Íslands ári síðar og námu land í Árnesbyggð. Sigurður flutti þaðan í Víðirnesbyggð og nefndi land sitt Öldudal. Með þeim vestur fór systir Sigurðar, Ingunn f. 1842 sem einnig dó í bólusóttinni.
