Sigurður G Bergvinsson

ID: 19342
Fæðingarár : 1904
Fæðingarstaður : Minneota

Sigurður Gunnar Bergvinsson Mynd VÍÆ I

Sigríður H Sigurðardóttir Mynd VÍÆ I

Sigurður Gunnar Bergvinsson fæddist 11. febrúar, 1904 í Minneota í Minnesota. Skrifaður Wopnford vestra

Maki: Sigríður Helga Sigurðardóttir f. í Bantry í N. Dakota 22. september, 1902.

Börn: 1. Marnada 2. Jón Bergvin f. 4. júlí, 1939 3. Judith Jean f. 4. ágúst, 1942 4. Donna Mae f. 2. október, 1948.

Sigurður var sonur Bergvins Jónssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur, landnema í Minnesota árið 1902. Hann missti föður sinn í járnbrautarslysi árið 1912 svo hann fór til frænda síns, Sigurðar Hólm í Winnipeg. Hann flutti með fjölskyldu hans í framnesbyggð árið 1914 þar sem hann bjó eftir það.  Hann var ungur þegar hann byrjaði að vinna landbúnaðarstörf í byggðinni eftir grunnskólanám. Ungur maður fór hann að stunda fiskveiðar á veturna en á sumrin aðstðaði hann bændur við húsbyggingar.  Sigríður Helga var dóttir Sigurdar og Margretar (Gísladóttur) Johnson sem flutti vestur árið 1902. Sigurður og Helga voru bændur í vaxandi samfélagi þar sem börn þeirra fæddust og ólust upp.