Sigurður Hákonarson

ID: 6263
Fæðingarár : 1819

Sigurður Hákonarson fæddist árið 1819. Hann var þannig með elstu vesturförum.

Maki: Guðrún Kristjánsdóttir f. 1819, þau skildu.

Börn: 1. Guðrún f. 1849

Hann var 68 ára gamall þegar hann fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Ekki er vitað um afdrif hans vestra en ein heimild greinir frá því að Sigmundur Stefánsson úr Húnavatnssýslu sem nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan hafi hugsað um Sigurð eftir komuna þangað en þar hafði sá numið fjórðung úr landi (40 ekrur) og erfði Sigmundur það að Sigurði látnum. (Almanak 1919 bls.55)