ID: 4047
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1913
Sigurður Jakobsson fæddist í Dalasýslu árið 1830. Dáinn í Mountain í N. Dakota 1. ágúst, 1913.
Maki: Sigríður Teitsdóttir f. 27. september, 1837 í Húnavatnssýslu.
Börn: 1. Guðrún f. 8. maí, 1860 2. Pétur f. 7. júní, 1863, d. 15. september, 1940, Jakobson vestra 3. Jónas f. 1870 4. Helga f. 25. febrúar, 1872, flutti vestur seinna 5. Þuríður f. 24. maí, 1873, d. 24. ágúst, 1873.
Þau fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1873 og settust að í Collingwood þar sem þau bjuggu til ársins 1875. Þá fóru þau til Nýja Íslands en fluttu þaðan til N. Dakota árið 1879 og bjuggu nærri Mountain.
