Sigurður Jensson

ID: 4327
Fæðingarár : 1867
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1943

Sigurður Jensson fæddist 26. júlí, 1867. Dáinn 18. ágúst, 1943 í Seattle, Washington. Severson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Sigurður fór vestur árið 1878 með foreldrum sínum, Jens Sigurðssyni og Guðrúnu Pétursdóttur, sem settust að í Lincolnsýslu í Minnesota. Þar ólst Sigurður upp og bjó lengi. Hann var skráður húsbóndi á sínu heimili í Limestone hreppi í Lincolnsýslu árið 1910. Þar bjuggu með honum móðir hans, ekkja, bróðir hans Helgi og systirin Karólína (Bena). Óljóst hvenær Sigurður flutti vestur til Seattle.