Sigurður Jónsson

ID: 13352
Fæðingarár : 1840
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1899

Sigurður Jónsson fæddist í N. Múlasýslu 8. nóvember, 1840. Dáinn í Fljótsbyggð 5. desember, 1899.

Maki: 1. Margrét Einarsdóttir d. á Íslandi 2) Hansína Jóhannsdóttir f. 14. maí, 1856, d. 21. apríl, 1939 í New Westminster í Bresku Kolumbíu.

Börn: Með Margréti 1. Sigþrúður f. 18. júní, 1872 2. Una Þórunn Sivert f. 8. júlí, 1873. Með Hansínu: 1. Jón f. 18. september, 1885 2. Helga f. 1888 3. Guðfinna Hansína f. 13. apríl, 1889 4. Margrét f. 31. desember, 1891 5. Guðmundur f. 1892, d. 6. september, 1893 6.  Sigurlaug Guðríður f. 10. ágúst, 1894 7. Gunnar Sigurður f. 22. ágúst, 1896.

Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1893 og fóru þaðan til Nýja Íslands. Settust að í Fljótsbyggð. Hansína flutti ári eftir lát Sigurðar til Winnipeg þar sem fósturdætur hennar, Sigþrúður og Una hjálpuðu henni með stóran barnahóp. Árið 1920 flutti Hansína vestur að Kyrrahafi.