Sigurður Sigbjörnsson

ID: 19092
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Minnesota

Sigurður Sigbjörnsson fæddist í Lyon sýslu í Minnesota árið 1879.

Maki: 1906 Magnína Halldóra Jónsdóttir f. 15. febrúar, 1878 í N. Múlasýslu, d. 12. nóvember, 1918 í McLean sýslu í N. Dakota.

Börn: 1. Irene f. 1908 2. Herbert Nelson f. 1910 3. Norman f. 1912 4. Lorina f. 1914 5. William f. 1917.

Sigurður var sonur Sigbjörns Sigurðssonar og Þuríðar Benediktsdóttur, landnema í Minnesota árið 1879. Magnína var dóttir Jóns Vigfússonar og Kristbjargar Kolbeinsdóttur sem vestur fluttu árið 1879 og settust að í Lyon sýslu, nærri Minneota.  Magnína og Sigurður fluttu til N. Dakota og ráku bú í Longfellow hreppi í McLean sýslu árið 1910 og þar var Sigurður enn árið 1920, ekkill með fimm ung börn.