Sigurður Sigurðsson

ID: 20434
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : N. Þingeyjarsýsla

Sigurður Sigurðsson: Fæddur í N.Þingeyjarsýslu árið 1854. Freeman vestra.

Maki: Upplýsingar vantar.

Flutti vestur árið 1887 og hafðist við fyrstu árin hjá frændum sínum í Argylebyggð m.a. Halldóri Árnasyni. Hann var systursonur þeirra. Nam land í Hólabyggð en festi þar ekki rætur heldur flutti þaðan alfarinn 1894 til Winnipeg. Þar mun hann hafa kvænst.