Sigurður Sigurðsson

ID: 19492
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla

Sigurður Sigurðsson fæddist í Gullbringusýslu 15. maí, 1885.

Maki: 1915 Guðbjörg Pálsdóttir f. 1896 í Lundarbyggð í Manitoba, d. 1959 í Keewatin, Ontario.

Börn: 1. Sigurður Páll 2. Kar 3. Margrét Sigrún 4. Lilian Olive 5. Dorothy Joan 6. Phyllis Rose Mary Kristín 7. Harald Baldwin.

Sigurður stundaði sjómennsku við Ísland og England áður en hann flutti vestur um haf árið 1911. Hefur trúlega kynnt sér aðstæður við vötnin miklu í Manitoba og þar kynnst Guðbjörgu. Þau fluttu til Keewatin í Ontario, þar sem Magnús, albróðir Sigurðar bjó. Þar vann Sigurður hjá Lake of the Woods Milling Co.