ID: 20435
Fæðingarár : 1886

Sigurður Sigurðsson Mynd VÍÆ I
Sigurður Sigurðsson fæddist í Rangárvallasýslu 11. desember, 1886. Thordarson vestra.
Ókvæntur og barnlaus
Sigurður var sonur Sigurðar Þórðarsonar og Guðríðar Eiríksdóttur. Faðir hans var skósmiður og fetaði Sigurður í fótspor hans. Árið 1909 flutti hann vestur til Winnipeg og bjó þar til ársins 1913. Fór þá vestur til Blaine í Washingtonríki og þaðan til Seattle 1915. Þar bjó hann eftir það og stundaði skósmíði og rak söluturn. Hann var í bandaríska hernum 1918-19. Sigurður tók þátt í samfélagsmálum landa sinna, starfaði í Hallgrímssöfnuði í borginni og þjóðræknisfélaginu Vestra.