Sigurður V Benediktsson

ID: 16398
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901
Fæðingarstaður : Geysirbyggð
Dánarár : 1942

Sigurður V Benediktsson Mynd VÍÆ III

Sigurður Vilberg Benediktsson f. í Geysirbyggð í Manitoba 14. maí, 1901. Dáinn 14. nóvember, 1942 í Alberta.

Maki: 17. júní, 1928 Sigurlaug Rósa Stefánsdóttir fæddist í Markervillebyggð í Alberta 24. júlí, 1900. Sigurlaug R Stephansson vestra.

Börn: 1. Helga Íris f. 1. nóvember, 1929 2. Stephan Vilberg f. 22. júní, 1933 3. Conrad Benedikt f. 28. apríl, 1937 4. Theodore Sigurður Ólafur f. 21. júní, 1942.

Sigurður var sonur Benedikts Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur úr Húnavatnssýslu. Sigurlaug var dóttir Stefáns Guðmundssonar (Stephan G Stephanson) og Helgu Jónsdóttur, landnema í Markervillebyggð í Alberta. Sigurður stundaði búskap í Markervillebyggð í Alberta.