ID: 11746
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : S. Þingeyjarsýsla
Dánarár : 1920

Sigurgeir Björnsson Mynd FLNÍ
Sigurgeir Björnsson fæddist 20. september, 1848 í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn í N. Dakota 25. ágúst, 1920.
Maki: 1871 Guðfinna Jóhannesdóttir f. 2. september, 1842 í S. Þingeyjarsýslu.
Börn: 1. Jón Guðni f. 1871 2. Sigríður f. 1873 3. Jóhanna f. 1875 4. Friðrikka f. 26. desember, 1884, d. í Seattle 14. nóvember, 1942 5. Jóhanna 5. Aurora Ingibjörg 6. Aðalsteinn. Guðfinna átti Petrínu Guðnadóttur í fyrra hjónabandi. Hún fæddist 1864
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og voru fyrsta árið á Gimli í Nýja Íslandi. Þau námu svo land í Víðirnesbyggð og nefndu það Grund. Fluttu þaðan í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1880. Með þeim vestur um haf fór Jóhannes Oddsson faðir Guðfinnu.
