Sigurgeir Hermanius Jakobsson fæddist 1. janúar, 1893, í Mikley í Nýja Íslandi.
Maki: 21. júlí, 1927 Victoria Johanna May Anderson f. 24. maí, 1909.
Börn: 1. Victoria Olga f. 25. janúar, 1928 2. Elin Bernice f. 14. október, 1929, 3.Vilhjálmur Jakob f. 31. ágúst, 1931 4. Laura Diana f. 20. desember, 1933 5. Darwin Sigurgeir f. 26, nóvember, 1939 6. Paul Winston Delano f. 16. október, 1941.
Sigurgeir var sonur Jakobs Péturs Sigurgeirssonar og Victoria Solveig Jóhannesdóttur á Gimli í Manitoba. Foreldrar Victoria Jóhönnu voru John S Anderson, erlendur maður og Elín Elízabeth Þorsteinsdóttir. Sigurgeir ólst upp á Gimli þar sem foreldrar hans ráku veitingasölu , Vic´s Cafe. Hann lærði skipasmíði og endaði sem skipstjóri á flutningaskipi á Great Slave Lake í Norðvestur Kanada.