Sigurjón A Sigurjónsson

ID: 17227
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906

Sigurjón Arnþór Sigurjónsson og Magnea Sigurey Ólafsdóttir Mynd A Century Unfolds

Sigurjón Arnþór Sigurjónsson fæddist í Árborg, Manitoba 17. janúar, 1906. Arthur Sigurdson vestra.

Maki: 27. september, 1930 Magnea Sigurey Ólafsdóttir f. 9. maí, 1907.

Börn: 1. Sigurjón Donald f. 18. júní, 1931 2. Arnþór Ólafur f. 13. september, 1935 3. John Randolph f. 27. júlí, 1945.

Sigurjón var sonur Sigurjóns Sigurðssonar, kaupmans í Árborg og Jónu G Jónsdóttur konu hans. Sigurjón var í námi í Jóns Bjarnasonar skólanum í Winnipeg árin 1922-1924, síðan verslunarstjóri í Árborg í mörg ár. Rak seinna smurstöð  í þorpinu. Hann var í stjórn lútherska safnaðarins frá 1931, í mörg ár formaður. Tók virkan þátt í samfélagsmálum. Foreldrar Magneu voru Ólafur Ólafsson Johnson og Ragnheiður Bjarnadóttir.