
Sigurjón Bergsveinsson Mynd Almanak 1939

Anna Þorkelsdóttir Mynd Almanak 1939
Sigurjón Bergvinsson fæddist í S. Þingeyjarsýslu 26. febrúar, 1848. Dáinn í Manitoba 19. apríl, 1934.
Maki: 1) Margrét Jónsdóttir f. 1853 í S. Þingeyjarsýslu, d. 1885 2) Anna Stefanía Þorkelsdóttir f. 1863 í Eyjafjarðarsýslu, d. 1922.
Börn: Með Margréti 1. Steinvör Véfreyja f. 1881 í Eyjafjarðarsýslu, d. 1911. Með Önnu 1. Margrét f. 9. ágúst, 1888, varð eftir á Íslandi, giftist Lárusi Rist, sundkennara 2. Þorkell f. 1891 3. Ingibjörg f. 1886, dó barnung í Winnipeg 4. Gísli Bergmann f. 1899.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900 og bjuggu þar fyrst um sinn. Fluttu þaðan vestur til Broadview í Saskatchewan þar sem Sigurjón nam land. Þar voru þau til ársins 1909 og fóru í Brownbyggð í Manitoba. Þar gekk þeim allt í haginn, byggðu stórt og vandað íbúðarhús og keyptu þreskivél og fleiri tæki. Bæði Þorkell og Gísli sinntu búskapnum með föður sínum og smám samam stækkaði landaeign þeirra. Árið 1926 hættu þeir búskapnum og fluttu bræðurnir til Winnipeg, Sigurjón orðinn gamall varð eftir hjá venslafólki.
