Sigurjón Davíðsson

ID: 15540
Fæðingarár : 1844
Dánarár : 1933

Sigurjón Davíðsson fæddist í Reykjadal í S. Þingeyjarsýslu 3. desember, 1844. Dáinn í Kanada 14. maí, 1933.

Maki: 1) Helga Kristjánsdóttir d. 13. október, 1874 af barnsförum 2) Kristbjörg Guðlaugsdóttir f. 1836, d. í Vesturheimi skömmu eftir 1900 3) kanadísk kona.

Börn: Með Helgu 1. Kristbjörg f. 11. október, 1874, d. sama dag. Með Kristbjörgu 1. Helga f. 26. maí, 1878. Mun hafa átt dóttur með þriðju konu.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1900.