ID: 19270
Fæðingarár : 1872
Dánarár : 1952
Sigurjón J Ólafsson fæddist 29. maí, 1872 í Gullbringusýslu. Dáinn í Kaliforníu 26. október, 1952.
Maki: Lovise Henrietta Valborg Zeuthen f. 20. apríl, 1876.
Börn: 1. Helga Agnes f. 24. ágúst, 1894.
Þau fluttu vestur til Kanada árið 1911. Þaðan lá leiðin til Minneapolis þar sem þau bjuggu árið 1920. Þar var Sigurjón verktaki og vann við húsbyggingar.
Þaðan fluttu þau til San Francisco um 1930.