Sigurlaug Björnsdóttir

ID: 5236
Fæðingarár : 1848
Dánarár : 1923

Sigurlaug Björnsdóttir fæddist 4. maí, 1848 í Húnavatnssýslu. Dáin 6. febrúar, 1923 í Árdalsbyggð í Manitoba.

Maki: 1866 Kristmundur Benjamínsson f. 5. apríl, 1841 í Húnavatnssýslu d. í Árdalsbyggð 25. ágúst, 1914.

Börn: 1.Helga Sigurbjörg f. 4. júlí, 1867, d. 1916 2. Björn f. 6. apríl, 1870, d. 29. júní, 1937 3. Marin f. 18. ágúst, 1872 4. Rannveig Sigríður f. 1880 á Gimli í Nýja Íslandi 5. Elisabet María (Elizabeth Mary) f. 14. október, 1881, d. 8. janúar, 1963 6. Jóhannes f. 15. febrúar, 1882, d. 28. júní, 1958 7. Ingunn (Inga) f. 1888 eða í ársbyrjun 1889 8. Jónína f. 25. september, 1890.

Fluttu vestur árið 1874 og voru í Kinmount, Ontario fyrsta veturinn. Fluttu til Nýja Íslands árið 1875, tóku land í Víðirnesbyggð, skammt frá Gimli og nefndu Fenhring. Bjuggu 2 ár í Pembina, N. Dakota. Árið 1902 fluttu þau í Árdals – og Framnesbyggð, tóku land og kölluðu Skógardal.