ID: 5566
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1916

Sigurlaug Jónsdóttir: Mynd IRS
Sigurlaug Jónsdóttir fæddist 25. september, 1836 í Húnavatnssýslu. Dáin í Nýja Íslandi 19. september, 1916.
Maki: Friðrik Davíðsson d. 18. janúar, 1889. Fór ekki vestur.
Börn: 1. Ragnheiður f. 1876, d. í Winnipeg 1896 2. Davíð dó í fæðingu 1887 3. Páll f. 26. desember. 1880, d. í Nýja Íslandi 13. september, 1958. Friðrik átti dóttur, Jóhönnu að nafni.
Sigurlaug fór vestur til Winnipeg í Manitoba með börnin Ragnheiði og Pál árið 1887. Hugmyndin var að Friðrik kæmi vestur þangað um leið og hann hafði aflað fjár fyrir farbréfi. Sigurlaug hafðist við í Winnipeg fyrstu árin en 1892 var hún komin í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi og bjó þar alla tíð.
