Sigurlaug L Björnsdóttir

ID: 19807
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : Nýja Ísland

Sigurlaug Björnsdóttir Mynd VÍÆ III

Sigurlaug Lilja Björnsdóttir fæddist árið 1889 í Nýja Íslandi. Lil Summers vestra.

Maki: 9. október 1915 Leifur Eiríksson fæddist í Carberry í Manitoba 21. maí, 1893. Dáinn í Vancouver 13. apríl. 1954. Leifur E. Summers vestra.

Barnlaus.

Foreldrar Sigurlaugar voru Björn Árnason úr Skagafirði og Björg Sigríður Jónsdóttir úr Húnavatnssýslu. Leifur var sonur Eiríks Sumarliðasonar og Þorbjargar Jónsdóttur. Leifur hóf störf í Winnipeg hjá Eaton´s verslunarkeðjunni árið 1910 og hætti þar árið 1950. Hann réðst í búskap í Teulon í Manitoba ein þrjú ár en þaðan fluttu þau hjón vestur til Vancouver. Leifur var afskaplega mikill Íslendingur alla tíð, hafði gott vald á íslensku og sagði einum vini sínum frá því í Vancouver að hann færi alltaf með Faðir vorið á íslensku. Sigurlaug lifði mann sinn.