Sigurlaug Magnúsdóttir

ID: 7465
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla

Sigurlaug Magnúsdóttir fæddist 16. nóvember, 1853 í Skagafjarðarsýslu.

Maki: 1)  Árni Jónsson: Hann var fæddur í Skagafjarðarsýslu árið 1849. Dáinn í Nýja Íslandi 1876/1877. 2) Jón Jónsson fæddist árið 1849 í Skeggjastaðasókn í N. Múlasýslu. Dáinn í S. Dakota 29. nóvember, 1904. John J. Hoff í Ameríku.

Börn: Með Árna: 1. Guðrún Ágústa f. 17. ágúst, 1872 2. Jón f. 1874. Með Jóni: 1. Guðný f. c1877 2. Halldór William (Willie) f. 1884 3. María Mary Baldína f. 1882 4. Hjálmar (Elmer) f. 1884 5. Elísabet (Betsy) f. 1886 6. Bergvina Violet Þorbjörg f. 4. nóvember, 1887 7. Kristinn (Christian) Bergvin f. 5. júní, 1891 8. Sæunn Christine f. 22. apríl, 1893 9. Jón Lárus f. 17. ágúst, 1896 10. Sarah Scarlata Sesselja f. 16. nóvember, 1897.

Sigurlaug og Árni fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og var móðir Sigurlaugar, María Ólafsdóttir þeim samferða. Með sama skipi fór Jón og voru þau í Kinmount fyrsta árið. Fóru þaðan ári seinna og settust að í Nýja Íslandi. Jón kvæntist Sigurlaugu þar sennilega árið 1878 því fyrri maður hennar, Árni Jónsson dó stuttu eftir komuna til Nýja Íslands. Þau fluttu til Minneota í Minnesota árið 1879 og settust að á sínu landi í Lyon sýslu. Fluttu þaðan árið 1900 og voru fáein ár í Marshall en í manntali 1904 eru þau í S. Dakota í Watertown. Þar bjó ennþá Sigurlaug með dætrum sínum árið 1910.