ID: 6360
Fæðingarár : 1897
Sigurlaug Soffía Ólafsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 20. júní, 1897.
Ógift og barnlaus.
Sigurlaug flutti barnung vestur til N. Dakota með foreldrum sínum, Ólafi Ólafssyni og Ragnheiði Bjarnadóttur árið 1900. Þau dvöldu 3 ár í Garðar en fluttu svo norður í Árborg. Sigurlaug gekk menntaveginn og varð kennari á ýmsum stöðum í Manitoba alla ævi.
