Sigurlaug Sigurðardóttir

ID: 17030
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1915

Sigurlaug Sigurðardóttir fæddist árið 1857 í Húnavatnssýslu. Dáin í Winnipeg 25. febrúar, 1915.

Maki: 1) Gunnlaugur Sakkeusson fæddist í  Húnavatnssýslu árið 1856. Dáinn í N. Dakota skömmu eftir komuna vestur 2)  20. desember, 1890 Benedikt Líndal Sakkeusson f. 1859 í Húnavatnssýslu. Þeir voru bræður.

Börn: Með Gunnlaugi 1. Sesselja Ingibjörg f. 1877 2. Ingunn Elín f. 23. janúar, 1880, d. 3. desember, 1856 3. Hólmfríður f. 1882, d. 1883.  Heimildir vestra geta fjögurra barna hennar með Benedikt: 1. Kristín f. 1889 2. Þórdís Guðrún f. 1892 3. Kristófer f. 1893, d. 1943 4. Kristín Dorothea f. 1895, d. 1896.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og þaðan til N. Dakota. Benedikt fór vestur til Winnipeg árið 1887 og þangað hefur Sigurlaug eflaust flutt fljótlega. Bjó hún þar í borg til dauðadags.