Sigurmundur Sigurðsson

ID: 1949
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1934

Svanbjörg Sigfúsdóttir og Sigurmundur Sigurðsson Mynd A Century Unfolds

Aftari röð: Sigurmundur, Sigurður og Páll. Sitjandi f.v. Irene, Margrét og Emily Mynd A Century Unfolds

Sigurmundur Sigurðsson: Fæddur í Gullbringusýslu 12. september, 1865. Dáinn 19. mars, 1934.

Maki: 1) 2. apríl, 1891 Sigþrúður Guðmundsdóttir f. 1865 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin 1900. 2) 30. júli, 1905 Svanbjörg Sigfúsdóttir f. 1877 í Eyjafjarðarsýslu

Börn: Með fyrri konu: 1. Sigurður, d. 13. júní, 1936 2. Páll f. 3.júlí, 1894 3. Margrét Guðmundína f. 12. apríl, 1898. Dáin 24. desember, 1982 4. Emilía Oddný f. 29. desember, 1900. Dáin 13. febrúar, 1963

Með seinni konu: 1. Irene 2. Pálmi d. 19. ágúst, 1984 3. Svanbjörg f. 4. júní, 1908 4. Oddný f. 11. júní, 1910 5. Sigurmundur Óskar  6. Helga 7. Sigrún f. 3. nóvember, 1918.

Sigurmundur fór vestur með móður sinni og systkinum árið 1876. Tók land í Geysirbyggð og bjó þar um hríð. Kallaði staðinn Hvítárvelli. Rak verslun í Árborg 1911 til 1929. Sigþrúður fór vestur til Winnipeg árið 1888.