Sigurrós Sigurðardóttir

ID: 5432
Fæðingarár : 1878
Dánarár : 1960

Sigurrós Sigurðardóttir fæddist 7. apríl, 1878 í Víðidal í Húnavatnssýslu. Dáinn á Gimli 17. febrúar, 1960. Vidal vestra

Ógift og barnlaus.

Sigurrós var dóttir Sigurðar Jónssonar og Kristínar Grímsdóttur, sem vestur fluttu árið 1887 og settust að í Hnausabyggð í Nýja Íslandi. Ung að árum helgaði hún sig hjúkrun og hóf nám 1913 í sjúkrahúsi í Selkirk. (General hospital). Hún útskrifaðist 1917 og var þá ráðin til heilbrigðismáladeildar Manitoba og fólst starfið í miklum ferðum milli staða í fylkinu. Vann við það til ársins 1950.