Sigvaldi Jóhannesson

ID: 5671
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1924

Sigvaldi Jóhannesson fæddist í Skagafjarðarsýslu 8. október, 1848.

Maki: 1878 Ingibjörg Steinunn Magnúsdóttir f. 1851 í Húnavatnssýslu.

Börn: 1. Björn Ingvar f. 17. apríl, 1878 2. Ólafur f. 1879 3. Jóhannes Líndal 4. Jakob 5. Anna 6. Sigurður.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og fóru þaðan sama ár suður til N. Dakota. Fluttu til Winnipeg vorið 1884 þar sem þau dvöldu eitt ár. Þá lá leið þeirra í Víðirnesbyggð í Nýja Íslandi vorið 1885. Synir þeirra, Jóhannes, Björn og Jakob námu allir lönd í Víðirbyggð norður af Arborg og þangað fluttu Sigvaldi og Ingibjörg árið 1910.