ID: 20361
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1916
Dánarár : 1984

Skapti J Borgford Mynd Internet
Skafti Joseph Þorsteinsson fæddist í Winnipeg 18. febrúar, 1916. Dáinn í Winnipeg 1984. Skapti J Borgford vestra.
Maki: 6. desember, 1941 Hrefna Edna Jónsdóttir f. 16. desember, 1916 í Winnipeg, d. 28. janúar, 2004.
Börn: 1. Solveig Joanne f. 1. október, 1942 2. Karen Thora f. 1. apríl, 1946 3. Lára (Laura) f. 18. nóvember, 1948 4. Thor Jón f. 23. júlí, 1955.
Skafti var sonur Þorsteins Sæmundssonar og Guðrúnar Þórðardóttur í Winnipeg. Þar ólst Skafti upp og gekk menntaveginn og varð verkfræðingur. Foreldrar Hrefnu voru Oddný Hansína Liliendahl og Jón Ásgeirsson. Skafti og Hrefna bjuggu lengst í Winnipeg.