ID: 19201
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1896
Fæðingarstaður : Roseau
Skapti Valdimar Kristjánsson Eyford fæddist í Roseau 5. ágúst, 1896.
Maki: Andrea Hólmfríður Anderson
Skapti flutti með foreldrum sínum, Kristjáni Sigurðssyni Eyford og Guðríði Halldóru Jónsdóttur frá Roseau í Pine Valley byggð um 1900. Bjó hjá þeim þar til móðir hans lést 1906 en þá fór hann til systur sinnar, Þóru Margrétar og hennar manns, Einars Einarssonar bónda þar í byggð. Seinna keypti Skapti land í byggðinni og bjó þar til ársins 1930 en þá flutti hann í Piney þorpið.
