Skúli Guðmundsson

ID: 7285
Fæðingarár : 1877
Dánarár : 1945

Skúli Guðmundsson fæddist í Manitoba 20. október, 1877. Dáinn í Poplar í Montana 1. apríl, 1945.

Maki: Edith Johnson f. í Petersburg í N. Dakota 1. janúar, 1881, d. í Missoula í Montana 26. ágúst, 1939.

Börn: 1. Stella Lucille f. 4. júní, 1905 2. Dorothy Irene f. 4. október, 1906 3. Ethel May f. 16. apríl, 1935

Skúli var sonur Guðmundar Skúlasonar og Guðríðar Guðmundsdóttur  landnema í Víkurbyggð. Hann lagði fyrir sig langskólanám og lauk prófi í lögfræði frá ríkisháskólanum í N. Dakota. Að loknu námi, starfaði hann í félagi við bróður sinn, Bárð í Grand Forks en opnaði seinna eigin skrifstofu í Missoula í Montana. Hann var tvívegis kosinn á löggjafarþing Montana. Edith Johnson var dóttir Martin Nelson, þingmanns í Bandaríkjunum og seinna senator fyrir N. Dakota.