Skúli Hjörleifsson fæddist í Nýja Íslandi 14. mars, 1895. Dáinn í Ottawa 3. maí, 1976.
Maki: 1) 2. október, 1916 Ósk Guðný Pálmadóttir f. 12. febrúar, 1893 í Húnavatnssýslu. Þau skildu um 1939. 2) 1959 Grace.
Börn: 1. Pálmi Sigursteinn f. 29. ágúst, 1917 2. Oscar Skúli f. 1. júlí, 1919 3. Guðrún Evelyn f. 14. júlí, 1922 4. Einar Franklin f. 18. mars, 1929.
Skúli ólst upp í Húsavík suður af Gimli í Manitoba. Hann var sonur Magnúsar Hjörleifssonar og Guðnýjar Halldórsdóttur sem fluttu vestur árið 1893. Skúli gekk menntaveginn og lærði bókhald. Vann við það alla tíð. Ósk Guðný var fárra mánuða þegar hún flutti vestur með foreldrum sínum, Pálma Lárussyni og Guðrúnu Steinsdóttur árið 1893. Þau fóru til Nýja Íslands. Skúli og Ósk settust að í Riverton eftir 1920 0g bjuggu þar þangað til þau skildu. Þá flutti Ósk til Winnipeg en Skúli til Ontario.
