Skúli Sigfússon

ID: 7331
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1966

Skúli Sigfússon fæddist 20. maí, 1872 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Riverton 8. nóvember, 1966. Skúlason vestra.

Maki: Margrét Jónasdóttir f. 1867 í S. Þingeyjarsýslu., d. í Caliento, Manitoba árið 1910.

Börn: 1. Guðrún Hermanía f. 7. febrúar, 1907 í N. Dakota 2. Signý d. í æsku.

Skúli flutti vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum, Sigfúsi Skúlasyni og Regínu Jóhannsdóttur og systrum tveim árið 1883. Öll fóru þau suður í íslensku byggðina nærri Mountain í N. Dakota. Þau fluttu þaðan norður í sveit austur af Caliento í Manitoba árið 1910. Þar dóu Sigfús og Margrét en Skúli, Regína og Guðrún fluttu norður í Riverton árið 1920. Bjuggu þar síðan.