
Snorri M Thorfinnsson Mynd VÍÆ II
Snorri Maurice Thorfinnsson fæddist 15. apríl, 1901 í Munich, N. Dakota.
Maki: 19. maí, 1925 Olive E Eidsvig, norskrar ættar.
Börn: 1. Roger Norris f. 20. mars, 1926 2. Vaughn Richard f. 6. júní, 1929 3. Hugh Dennis f. 20. nóvember, 1931 4. Bruce Maurice f. 1. júní, 1938 5. Karen Olive f. 10. júlí, 1944. Öll fædd í N. Dakota.
Snorri var sonur Þorláks Þorfinnssonar og Guðríðar Guðmundsdóttur, landnema í N. Dakota. Hann kaus menntaveginn, lauk stúdentsprófi frá North Dakota State College árið 1920, B. Sc. 1924 og M. Sc. 1928 frá sama skóla. Kenndi 1924-1933 í Granville í N. Dakota. Þá gerðist hann landbúnaðarráðunautur í Sargent Co. 1933-1947. Vann að ýmsum rannsóknum fyrir Farmers Union Grain Terminal og gerði áætlanir um notkun lands og uppskeruhorfur í ótal héruðum.