Soffía Sveinbjarnardóttir

ID: 4240
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1938

Soffía Sveinbjarnardóttir Mynd VÍÆ ll

Soffía Sveinbjarnardóttir fæddist í Dalasýslu 2. mars, 1857. Dáin á Gimli í Nýja Íslandi 6. október, 1846.

Maki: 17. desember, 1887 Ketill Valgarðsson f. 29. október, 1861 í Snæfellsnessýslu, d. á Gimli í Manitoba 20. febrúar, 1945.

Börn: 1. Sveinbjörn f. í Winnipeg 17. október, 1890 2. Kristín f. í Winnipeg 18. desember, 1892 3. Valentínus f. í Winnipeg 16. apríl, 1896.

Soffía flutti vestur frá Stykkishólmi árið 1886 og fór til Winnipeg. Ketill flutti vestur árið 1878 með föður sínum, Valgarði Jónssyni og ráðskonu hans, Kristínu Jónsdóttur. Þau settust að við Íslendingafljót í Nýja Íslandi sama ár en fluttu ári síðar út á Sandi Bar. Ketill vann ýmsa vinnu í Nýja Íslandi en flutti til Winnipeg um 1887. Þar rak hann mjólkurverslun til ársins 1903, flutti þá til Gimli. Bjó ýmist þar eða á eigin land vestur af þorpinu til æviloka.